Kvikmynd Hestar fara með stór hlutverk í myndinni Hross í oss.
Kvikmynd Hestar fara með stór hlutverk í myndinni Hross í oss.
„Steini Ármanni Magnússyni og Juan Camillo Estrada, leikurum í myndinni, hefur verið afskaplega vel tekið hérna. Ameríkumönnum finnst gaman að sjá leikara leika áhættuatriðin sín sjálfir.

„Steini Ármanni Magnússyni og Juan Camillo Estrada, leikurum í myndinni, hefur verið afskaplega vel tekið hérna. Ameríkumönnum finnst gaman að sjá leikara leika áhættuatriðin sín sjálfir. Ég er ekki viss um að allir leikararnir komi aftur heim, heldur verði þeir bara dregnir beint inn í Hollywood,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Myndin tekur þátt í hinni árlegu hátíð New directors/New films sem Museum of modern arts, MOMA, og Lincoln Center í New York halda ár hvert og stendur nú yfir. Á hátíðinni eru sýndar myndir eftir leikstjóra sem líklegir eru til að slá í gegn.

Benedikt segir blaðamenn vestanhafs hafa mikinn áhuga á myndinni og íslenska hestinum. „Ég hef setið sveittur uppi á hótelherbergi og spjallað við blaðamenn á færibandi.“

Meðal annars hefur myndin fengið fína dóma hjá gagnrýnanda New York Times. Myndin hefur verið sýnd víða um heim en nú er unnið að því að koma henni í sýningu vestanhafs.

„Við vonum að hún fari í bíóhús í Ameríku. Það er síðasta heimsálfan sem hossin eiga eftir að ríða niður,“ segir Benedikt að lokum.