Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir
Það var svo sannarlega mismikil spenna í leikjum gærkvöldsins í úrslitakeppni kvenna í blaki. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að komast í úrslit og er staðan eftir fyrsta leik góð fyrir bæði Aftureldingu og Þrótt Neskaupstað.

Það var svo sannarlega mismikil spenna í leikjum gærkvöldsins í úrslitakeppni kvenna í blaki. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að komast í úrslit og er staðan eftir fyrsta leik góð fyrir bæði Aftureldingu og Þrótt Neskaupstað.

Afturelding vann öruggan 3:0 sigur á Stjörnunni. Mosfellingar unnu fyrstu tvær hrinurnar 25:15 en þá þriðju 25:20. Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæst hjá Aftureldingu með 15 stig.

Það var öllu meiri spenna í leik Þróttar Nes. og HK en sú viðureign fór í oddahrinu. Eftir góða byrjun heimakvenna sem unnu fyrstu tvær hrinurnar 25:18 og 25:23 tókst HK að jafna metin í 2:2 með því að vinna næstu tvær hrinur 25:22 og 25:14. Þróttur vann þó oddalotuna með minnsta mun, 15:13 og þar með leikinn 3:2. Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir var stigahæst Norðfirðinga með 20 stig og Elísabet Einarsdóttir með 20 stig fyrir HK. Vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslit og eru næstu leikir í undanúrslitum á dagskrá annað kvöld. thorkell@mbl.is