Ævintýraferð til stuðnings Sólheimum BÁTAFÓLKIÐ, Hörður Torfason og umboðsskrifstofan Rita efna föstudaginn 26. ágúst til ævintýraferðar til stuðnings Sólheimum í Grímsnesi í samvinnu við Styrktarsjóð Sólheima. Ferðin hefst kl.

Ævintýraferð til stuðnings Sólheimum

BÁTAFÓLKIÐ, Hörður Torfason og umboðsskrifstofan Rita efna föstudaginn 26. ágúst til ævintýraferðar til stuðnings Sólheimum í Grímsnesi í samvinnu við Styrktarsjóð Sólheima.

Ferðin hefst kl. 18 á siglingu með bátafólkinu niður Hvítá frá Brúarhlöðum að Drumboddsstöðum. Eftir siglinguna verður haldið á Sólheima þar sem snæddur verður léttur kvöldverður. Að því búnu verða tónleikar með Herði Torfasyni og hefjast þeir kl. 21 í Íþróttahúsi Sólheima. Þátttökukostnaður er 5.000 kr. fyrir siglingu, mat og tónleika.

Allir sem að ævintýraferðinni koma gefa vinnu sína og fer ágóðinn óskiptur til uppbyggingar starfseminni á Sólheimum.