Yfir 150 börn dvöldu á Hólavatni í sumar Árleg kaffisala sumarbúðanna á sunnudaginn SUMARSTARFI KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyjafirði lýkur á sunnudaginn með árlegri kaffisölu. Rúmlega 150 börn dvöldu í sumarbúðum félaganna í sumar.

Yfir 150 börn dvöldu á Hólavatni í sumar Árleg kaffisala sumarbúðanna á sunnudaginn

SUMARSTARFI KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyjafirði lýkur á sunnudaginn með árlegri kaffisölu. Rúmlega 150 börn dvöldu í sumarbúðum félaganna í sumar.

Sumarbúðirnar voru fyrst reknar árið 1965 og verður því haldið upp á 30 ára afmæli þeirra næsta sumar. Í sumar voru sex dvalarflokkar fyrir drengi og stúlkur og dvöldu yfir 150 börn á Hólavatni. Sumarbúðastjórar voru hjónin Laufey Gísladóttir kennari og sr. Sigfús Ingvason prestur í Keflavík.

Miklar framkvæmdir voru við hús og lóð og nú er alveg búið að endurbyggja neðri hæð skálans. Mikil uppbygging hefur verið á staðnum og m.a. unnið að skógræktarmálum og gróðursettar 2.000 plöntur í sumar.

Árleg kaffisala sumarbúðanna að Hólavatni verður á sunnudaginn, 21. ágúst, og stendur yfir frá kl. 14.30 til 18.00.