Rípurkirkja sjötug Á ÞESSU ári eru liðin 70 ár frá því kirkjan á Ríp í Hegranesi í Skagafirði var reist. Hún hefur að undanförnu fengið gagngera viðgerð og er nú hið fegursta hús. Af þessu tilefni verður kirkjuhátíð í Hegranesinu nk. sunnudag, 21. ágúst.

Rípurkirkja sjötug

Á ÞESSU ári eru liðin 70 ár frá því kirkjan á Ríp í Hegranesi í Skagafirði var reist. Hún hefur að undanförnu fengið gagngera viðgerð og er nú hið fegursta hús. Af þessu tilefni verður kirkjuhátíð í Hegranesinu nk. sunnudag, 21. ágúst.

Hátíðin hefst með messu í Rípurkirkju kl. 13.30. Sr. Sigurður Guðmundsson, fyrrum vígslubiskup, prédikar, en hann þjónaði Ríp meðan hann sat á Hólum. Núverandi vígslubiskup á Hólum og sóknarprestur á Ríp, sr. Bolli Gústavsson, þjónar fyrir altari ásamt sr. Þóri Stephensen, staðarhaldara í Viðey, en hann þjónaði Rípursókn ásamt Sauðárkróki árin 1960­1971. Einsöng í messunni syngur Jóhann Már Jóhannsson, bóndi í Keflavík í Hegranesi.

Eftur messu er boðið til kaffidrykkju í Félagsheimili Rípurhrepps. Þar flytur sr. Þórir þætti úr sögu Rípurkirkju.

Allir velunnarar Rípurkirkju eru velkomnir á kirkjuhátíðina.