Stjórn LandsbókasafnsHáskólabókasafns skipuð
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, þ.e. hinnar nýju stofnunar sem taka á til starfa í Þjóðarbókhlöðu 1. desember nk. sbr. lög nr. 71/1994.
Í stjórninni eiga sæti: Dr. Jóhannes Nordal, skipaður án tilnefningar, Vésteinn Ólason, prófessor og Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor, tilnefndir af háskólaráði, Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, tilnefndur af Rannsóknarráði Íslands og Kristín Indriðadóttir, yfirbókavörður, tilnefnd af Bókavarðafélagi Íslands.
Jóhannes Nordal hefur verið skipaður formaður stjórnarinnar og Þorsteinn I. Sigfússon varaformaður. Skipunartími stjórnarinnar er fjögur ár.