Bæjamerkingar til fyrirmyndar Fagradal - VESTUR Skaftafellssýsla er sú fyrsta í landinu til að samræma merkingar heim á alla sveitabæi og athyglisverða staði.

Bæjamerkingar til fyrirmyndar Fagradal - VESTUR Skaftafellssýsla er sú fyrsta í landinu til að samræma merkingar heim á alla sveitabæi og athyglisverða staði. Þessar bæjamerkingar stuðla að því að vegfarendur fái upplýsingar og eru skemmtilegri en alls konar merki sem áður voru.

Vegagerðin sá um uppsetningu og annast hún einnig allt viðhald. Þetta framtak vegagerðarinnar og sveitastjóra í sýslunni auðveldaði öllum réttar merkingar með sameiginlegu átaki. Kostnaður skiptist milli bænda, hrepparnir styrktu það svo og búnaðarfélög svæðisins og styrkur kom úr pokasjóði.

Morgunblaðið/Jónas Erlendsson