Góð veiði í Seltjörn í sumar ÚT ágústmánuð er sértilboð við Seltjörn við Grindavíkurveg og hverju veiðileyfi fylgir ókeypis aðgangur í Bláa lónið og aðgangur að Laxfiskasafninu Húsatóftum vestan Grindavíkur. Veiðisvæðið er opið alla daga frá kl. 10-22.

Góð veiði í Seltjörn í sumar

ÚT ágústmánuð er sértilboð við Seltjörn við Grindavíkurveg og hverju veiðileyfi fylgir ókeypis aðgangur í Bláa lónið og aðgangur að Laxfiskasafninu Húsatóftum vestan Grindavíkur. Veiðisvæðið er opið alla daga frá kl. 10-22.

Veiði í Seltjörn hefur verið góð það sem af er sumrinu og hafa veiðst um 3.000 silungar. Síðustu vikur hefur verið sleppt í vatnið umtalsverðu magni af stórsilungi, sem eru 4-8 pund. Mest hefur veiðst á ýmiskonar beitu, svo sem maðk, hrogn og rækju, en fluguveiðimenn hafa einnig nýtt sér að veiða og sleppa með agnhaldslausum flugum. Upplýsingar er að fá í veiðihúsinu.