HEFÐIR Útskornar brúður sem leika á vatninu
MARGIR Víetnamar hafa atvinnu af því að skera dúkkur og alls kyns fúgúrur úr tré, mála í öllum regnbogans litum og selja síðan. Leikbrúðusýningar eru oft haldnar þar sem þessar brúður eru í aðalhlutverkum, en stundum er tjörn notuð sem leiksvið og eru brúður og aðrir leikmunir þá settir á flot og látnir skemmta áhorfendum. Flugrit Thai Air Sawasdee birti nýlega grein um leikbrúðusýningar á vatni og þar kemur m.a. fram að brúðugerð er listgrein sem á sér 900 ára sögu.
Víetnamskur bóndi er yfirleitt aðal söguhetja leikbrúðusýninga og þótt söguþráður sé aldrei sá sami í tveimur uppfærslum, eru hugmyndir nánast alltaf sóttar í gamlar þjóðsögur. Ákveðnar persónur nánast alltaf á "sviði" og meðal þeirra eru táknræn dýr eins og dreki, uxi, önd og fiskur og einnig sögufrægar persónur eins og Trung-systur sem ferðast um á fílsbaki.
Í Sawasdee kemur fram að brúðugerðarlist og leiksýningar á vatni hafi verið í þann veginn að deyja út þar til fyrir nokkrum árum. "Þá varð vakning í Víetnam og fólk leitaði aftur í eigin hefðir. Nú eru starfandi í það minnsta tólf leikhópar sem ferðast um, innan lands og utan, og setja á "tjörn" brúðuleiksýningar."
BT
FRÁ VERKSTÆÐI brúðugerðarmanna. Þeir skera út brúður og mála í öllum regnbogans litum.
BRÚÐUR settar á flot í brúðuleikhúsi.