Ný könnun Gallups Kvennalisti og Jóhanna fá 17%
RÍKISÚTVARPIÐ birti í gærkveldi skoðanakönnun, sem Gallup á Íslandi gerði um fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni hefur ríkisstjórnin nú um 46% fylgi.
Samkvæmt könnuninni nýtur Sjálfstæðisflokkurinn nú um 38% fylgis og er það svipað fylgi og í síðustu alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn nýtur nú fylgis 20,7% og hefur aukið fylgið um 2% frá kosningum, Alþýðubandalagið hefur nú 13,7% og tapar einu prósenti, kvennalistinn fær 12% og bætir við sig 4% og Alþýðuflokkurinn fær 8,7% og tapar 7%. Listi Jóhönnu Sigurðardóttur fær 5%.
Óákveðnir voru 14%.