FRJÁLSÍÞRÓTTIR Barátta bæði innan brautar sem utan Blóðug slagsmál eftir 100 metra hlaupið í Z¨urich HUNDRAÐ metra hlaupið á alþjóðlegu stigamóti í frjálsum íþróttum í Z¨urich á miðvikudagskvöldið, var heldur betur dramatískt, og ekki minnkaði dramatíkin...

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Barátta bæði innan brautar sem utan Blóðug slagsmál eftir 100 metra hlaupið í Z¨urich

HUNDRAÐ metra hlaupið á alþjóðlegu stigamóti í frjálsum íþróttum í Z¨urich á miðvikudagskvöldið, var heldur betur dramatískt, og ekki minnkaði dramatíkin þegar af regnvotri hlaupabrautinni var komið. Linford Christie sigraði nokkuð óvænt, en eftir hlaupið lenti tveimur af hlaupurunum saman og urðu úr því blóðug slagsmál.

llir fremstu spretthlauparar heimsins í dag voru mættir til leiks, og áttu flestir von á því að keppnin um sigurinn yrði á milli heimsmethafans Leroy Burrels og landa hans Dennis Mitchell. Bretinn Linford Christie, sem átt hefur í meiðslum lengi vel í sumar, sigraði hins vegar með það miklum mun að undrun sætti, kom í mark á 10,05 sekúndum en Jon Drummond frá Bandaríkjunum varð annar á 10,15 sekúndum. Christie var fagnað gríðarlega af áhorfendum á vellinum og áhorfendur hrópuðu og sungu nafn hans allt hvað af tók. Dennis Mitchell varð fjórði, sekúndubroti á eftir Nígeríumanninum Olapade Adeniken, en þeir félagarnir áttu eftir að mætast aftur síðar um nóttina. Heimsmethafinn Leroy Burrell varð í sjöunda sæti, og landi hans Carl Lewis fékk í magann rétt fyrir hlaupið og keppti því ekki.

Eins og áður sagði hélt dramatíkin áfram eftir hlaupið. Dennis Mitchell og Olapade Adeniken, sem urðu í þriðja og fjórða sæti, hittust á hótelinu þar sem íþróttamennirnir dvöldust kl. tvö um nóttina, og eftir stuttar samræður brutust út blóðug slagsmál á milli þeirra. Þau enduðu með því að öryggisvörður náði að skilja þá að, en læknir fylgdi Adeniken í hótelherbergi og saumaði hann saman skurð sem myndast hafði fyrir ofan augun.

Ástæðan fyrir slagsmálunum er ekki ljós, en pressan á Dennis Mitchell var mikil fyrir hlaupið. Mótið í Z¨urich var eitt af gullmótunum fjórum, en nái íþróttamaður að sigra í sinni grein á þeim öllum, hlýtur hann í verðlaun gullstöng sem vegur 21 kíló, en andvirði hennar er 17 milljónir króna. Mitchell missti í gær af þessum möguleika er hann varð í fjórða sæti. Fjórir íþróttamenn eiga möguleika á því að krækja í gullstöng, en tvö mót eru eftir, í Brussel og Berlín.