GUÐBJÖRG ELÍN GUÐNADÓTTIR

GUÐBJÖRG Elín Guðnadóttir fæddist 22. desember 1929 að Lambhúshóli, Vestur-Eyjafjöllum. Hún lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðni Hjálmarsson, látinn 30. ágúst 1969, og Kristbjörg Sigurðardóttir, látin 8. nóvember 1980. Guðbjörg var yngst fimm systkina sem eru Þórður, fæddur 1919, Hjálmrún, fædd 1920, María, fædd 1922, og Magnús, fæddur 1924. Guðbjörg giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Gesti B. Magnússyni, 25. desember 1965. Dóttir þeirra er Berglind Gestsdóttir, fædd 12. ágúst 1966. Útför Guðbjargar Elínar hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu.