GÍSLI SIGURGEIRSSON Gísli Sigurgeirsson var fæddur í Hömluholtum í Eyjahreppi

18. júní 1915. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 12. ágúst síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jófríðar Jónsdóttur og Sigurgeirs Þórarinssonar. Gísli var yngstur sjö systkina, en þau voru: Jón, Þórarinn, Kristján, Sólveig, Guðmundur og Gunnar. Af systkinum Gísla er Sólveig ein á lífi. 24. desember 1938 kvæntist hann eiginkonu sinni Auðbjörgu Bjarnadóttur frá Miklaholtsseli í Miklaholtshreppi, fædd 27. júlí 1915. Auðbjörg lést 7. júní 1993. Börn þeirra Gísla og Auðbjargar eru fimm: Sigurgeir, giftur Sigríði Daníelsdóttur, börn þeirra eru fimm. Bjarnheiður, gift Friðgeiri Þorkelssyni, börn þeirra eru þrjú. Magnús, kvæntur Birnu Jóhannsdóttir, börn þeirra eru fjögur. Jóna Fríða, gift Sævari Garðarssyni, þau eiga einn son, auk þess á Jóna einn son frá fyrra hjónabandi. Alda Svanhildur, hún var gift Þorleifi Jónssyni, sem lést af slysförum 1980. Þau áttu einn son. Núverandi eiginmaður hennar er Jóhannes Ingason og eiga þau einn son. Barnabörnin eru sjö. Útför Gísla fer fram fra Áskirkju í dag.