Sigurbjörn Jónsson - viðb Látinn er langt um aldur fram tengdafaðir minn Sigurbjörn Jónsson. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjórum árum, þegar ég og sonur hans, Hlynur, hófum sambúð. Að leiðarlokum þyrlast minningarnar upp og er mér efst í huga þær hlýju móttökur sem ég fékk þegar ég kom inn í fjölskyldu þeirra Sonju og Silla, og á það ekki aðeins við um mig heldur ekki síður börnin mín þrjú frá fyrra hjónabandi, þeim hafa þau hjónin reynst eins og bestu afi og amma.

Í kynnum við Silla kom fljótt fram hvað honum var hjartfólgnast, hann umvafði fjölskyldu sína ástúð og skipuðu barnabörnin þar stóran sess, hann hugsaði mikið til barnabarna sinna í Noregi og naut samvistanna við þau í ríkum mæli þegar þau voru hér heima.

Við Hlynur urðum þeirrar ánægju aðnjótandi í febrúar síðastliðnum að eignast dreng sem hlaut nafnið Sigurjbörn Kári og verða okkar kærustu perlur ­ minningin um stoltið og ánægjna er skein úr andliti afa þegar litli nafni hans var nálægur.

Elsku Sonja, Hlynur, Bjarki, Leiknir og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk.

Blessuð sé minning hans.

Petrína Ottesen.