Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis.
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir, einn stofnenda Kerecis.
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur samið við Icepharma um markaðssetningu, sölu og dreifingu á vörum fyrirtækisins.
Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur samið við Icepharma um markaðssetningu, sölu og dreifingu á vörum fyrirtækisins. Kerecis, sem er með höfuðstöðvar á Ísafirði, framleiðir MariGen Omega3-stoðefni og MariCell Omega3-krem og kemur fram í fréttatilkynningu að fyrirtækið hafi náð góðum árangri í þróun á lækningavörum sem byggist á hagnýtingu á próteinum og fitusýrum úr fiski. MariGen Omega3 er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum. Fram kemur að næstu kynslóðar tækni fyrirtækisins mun m.a. innihalda lifandi frumur og er markmiðið að nota þá tækni til meðhöndlunar á þrálátum sárum og meðhöndlunar og jafnvel uppbyggingar á sködduðum líffærum. Þá er unnið að þróun á stoðefnum til viðgerðar á kviðsliti, endursköpun á brjóstum eftir brottnám vegna krabbameins o.fl.