Lánshæfi Arion banki fær hærri einkunn.
Lánshæfi Arion banki fær hærri einkunn.
Matsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfi Arion banka í i.A3 með stöðugum horfum, en lánshæfiseinkunnin var áður i.BBB1 með jákvæðum horfum. Lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa bankans er áfram i.AA2 með stöðugum horfum.

Matsfyrirtækið Reitun hefur hækkað lánshæfi Arion banka í i.A3 með stöðugum horfum, en lánshæfiseinkunnin var áður i.BBB1 með jákvæðum horfum. Lánshæfismat sértryggðra skuldabréfa bankans er áfram i.AA2 með stöðugum horfum.

Matið byggist á háu eiginfjárhlutfalli bankans, háu lausafjárhlutfalli og sterkri markaðsstöðu ásamt líklegum utanaðkomandi stuðningi Seðlabankans ef til þess kæmi.

Í greiningu Reitunar kemur fram að úrvinnsla vandræðalána hafi gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafnsins hafi aukist. Auk þess hefur hlutfall íbúðalána í lánasafni vaxið og veðstaða batnað samhliða hækkandi fasteignaverði.

Reitun telur horfur á því að lánshæfi bankans gæti batnað enn frekar með auknum gæðum útlánasafnsins, minni samþjöppun og auknum stöðugleika í rekstri og umhverfi.