Róbert Aron Hostert
Róbert Aron Hostert
Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, afrekaði það í gærkvöld að verða Íslandsmeistari karla í handknattleik annað árið í röð en nú með öðru félagi.

Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, afrekaði það í gærkvöld að verða Íslandsmeistari karla í handknattleik annað árið í röð en nú með öðru félagi. Róbert Aron varð meistari með uppeldisfélagi sínu, Fram, fyrir ári en hann gekk síðan til liðs við Eyjamenn síðasta sumar.

Róbert Aron lék í gær sinn síðasta leik á Íslandsmótinu í bili, en hann hefur samið við danska félagið Mors-Thy.

Gunnar næstur á undan

Síðastur til að afreka það að verða Íslandsmeistari tvö ár í röð með tveimur félögum var línumaðurinn Gunnar Harðarson sem varð meistari með Fram 2006 og vann svo titilinn með Val 2007. Það veit því greinilega á gott fyrir suma leikmenn að skipta um félag á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Fram.

thorkell@mbl.is