Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, í kjölfar breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem Alþingi samþykkti í fyrradag.

Heilbrigðisstarfsmönnum verður heimilt að veita heilbrigðisþjónustu á eigin starfsstöð til 75 ára aldurs, með möguleika á framlengingu, í kjölfar breytinga á lögum um heilbrigðisstarfsmenn sem Alþingi samþykkti í fyrradag.

Auk þessa endurheimta áfengis- og vímuefnaráðgjafar starfsheiti sitt með lagabreytingunni, að því er segir í frétt á vef Velferðarráðuneytisins. Lögin öðlast gildi 1. júlí.

Með lagabreytingunni hækka starfsaldursmörkin í 75 ár og verður heilbrigðisstarfsmönnum óheimilt að veita heilbrigðisþjónustu eftir þann aldur nema að fenginni undanþágu frá Embætti landlæknis.

Að uppfylltum skilyrðum getur fengist undanþága til allt að þriggja ára í fyrsta skipti en eftir það í eitt ár í senn.