Enn stækka skemmtiferðaskipin sem leggnast að bryggju í Reykjavík. Stærsta skip sem komið hefur til landsins hefur viðdvöl í Reykjavík í haust.

Enn stækka skemmtiferðaskipin sem leggnast að bryggju í Reykjavík. Stærsta skip sem komið hefur til landsins hefur viðdvöl í Reykjavík í haust.

Royal Princess er nýtt skip, flaggskip Prinsessuflotans, sem fór sína fyrstu ferð síðasta sumar en kemur í fyrsta skipti til Íslands. Það er um 140 þúsund brúttótonn að stærð, 330 metra langt, og hefur svefnpláss fyrir 3600 farþega.

Prinsessan kemur við í Reykjavík sunnudaginn 14. september, á leið sinni frá Bretlandi til Ameríku.

Adventure of the Seas sem enn er stærsta skip sem hingað hefur komið er aðeins minna, rúmlega 137 þúsund brúttóton. Koma þess og um 3000 farþega hefur verið boðuð til Reykjavíkur í tvö skipti, 2. júní og 3. september og það kemur síðan við á Akureyri tveimur dögum síðar í báðum ferðunum.