Skelfing Á þessari síðu eru dæmi um allt sem ekki á að gera við hönnun vefsíðu.
Skelfing Á þessari síðu eru dæmi um allt sem ekki á að gera við hönnun vefsíðu.
Veitt eru verðlaun fyrir góðar og vel hannaðar vefsíður, en hvað með hið gagnstæða? Ekki endilega en þó er til síða sem skartar öllu því sem ljótast þykir í netheimum. Það verður að segjast eins og er að útkoman er býsna ljót og stingur í augu.

Veitt eru verðlaun fyrir góðar og vel hannaðar vefsíður, en hvað með hið gagnstæða? Ekki endilega en þó er til síða sem skartar öllu því sem ljótast þykir í netheimum. Það verður að segjast eins og er að útkoman er býsna ljót og stingur í augu.

Eftir sem áður er síðan eingöngu til gamans og vel til þess fallin að minna notendur alnetsins á hversu langt við erum komin á veg síðan í árdaga veraldarvefsins.

Á síðunni er því lofað að enn verri síða komi brátt og leysi þessa af hólmi.

Meginmarkmið þeirra sem halda síðunni úti er að brjóta allar reglur sem gilda um hönnun vefsíðu. Hún hefur líka ákveðið kennslugildi því á henni getur að líta dæmi um allt það versta sem hægt er að gera við uppsetningu og hönnun á vefsíðu.

Rúsínan í pylsuendanum er sú að hægt er að smella á hlekk til að sjá listann yfir villumeldingarnar á þessari skelfilegu síðu. Síðan reynir töluvert á þolrifin í þeim sem á hana horfir, enda er áreitið með eindæmum mikið. Sjón er sögu ríkari!