Skógarmaðurinn Sjálfboðastarfið er lykilþáttur, segir Helgi Gíslason.
Skógarmaðurinn Sjálfboðastarfið er lykilþáttur, segir Helgi Gíslason. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Skógræktaráhuginn fer vaxandi, því reglulega setja fulltrúar ýmissa félagasamtaka sig í samband við okkur og vilja nema land hér í Heiðmörkinni,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

„Skógræktaráhuginn fer vaxandi, því reglulega setja fulltrúar ýmissa félagasamtaka sig í samband við okkur og vilja nema land hér í Heiðmörkinni,“ segir Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Félagar í Rótarýklúbbi Breiðholts mættu á svæðið um síðustu helgi og tóku þar til hendi í vorverkum, það er að hreinsa burt sinu, grisja og gróðursetja. Þá ætla soroptimistakonur að taka til óspilltra málanna á næstu dögum.

Heiðmörkin er í það heila um 3.200 hektarar og skógarlönd þar af um 1.300 ha. Reitir félaga og fyrirtækja eru alls 140 ha. og eða rúm 10% alls ræktað lands á svæðinu. „Við köllum þetta landnemafélög, hvert á sinn reit þar sem fólk fer saman í skógarferðir og á skemmtilegar stundir.

Við starfsmenn leggjum því gjarnan lið og leiðbeinum,“ segir Helgi sem telur þetta grasrótarstarf mjög mikilvægt. Sjálfboðin vinna hafi raunar verið lykilþátturinn í öllu starfinu í Heiðmörkinni, þar sem ræktun hófst árið 1950.

„Fyrir nokkru náðum við ágætu samkomulagi við Reykjavíkurborg um áframhaldandi stuðning við starfið hér,“ segir Helgi sem bætir við að landnemaverkefnin séu ákveðinn grunnþáttur í starfinu. Þar muni um allt, svo sem reit sem SÁÁ helgaði sér fyrir fáum árum. Þar hefur verið unnið af kappi við ýmis verkefni af hópi sem kallar sig Timburmenn. sbs@mbl.is