Kjarasamningur flugvallarstarfsmanna við Isavia var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna með meirihluta atkvæða.

Kjarasamningur flugvallarstarfsmanna við Isavia var samþykktur í atkvæðagreiðslu félagsmanna með meirihluta atkvæða.

Með undirritun samningsins var verkfalli Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og SFR frestað til 22. maí. Úrslit kosningar um samninginn liggja nú fyrir. Skv. upplýsingum FFR samþykktu 72,95% félagsmanna samninginn, 24,62% höfnuðu honum og 2,43% skiluðu auðu. „Niðurstaðan er skýr og ekki leikur nokkur vafi á því að félagsmenn eru sáttir við að undirritaður kjarasamningur taki gildi,“ segir í frétt á vefsíðu FFR.