Guðmundur Arason
Guðmundur Arason
Stekkur fjárfestingarfélag hefur eignast meirihluta í Securitas, en fyrir átti félagið þriðjungshlut. Stekkur er í eigu Kristins Aðalsteinssonar, en meðal annarra fjárfestinga Stekks er eignarhlutur í Límtré Vírneti.
Stekkur fjárfestingarfélag hefur eignast meirihluta í Securitas, en fyrir átti félagið þriðjungshlut. Stekkur er í eigu Kristins Aðalsteinssonar, en meðal annarra fjárfestinga Stekks er eignarhlutur í Límtré Vírneti. Framtakssjóðurinn Edda, sem er í rekstri hjá Virðingu, hefur auk þess keypt 40% hlut í Securitas. Seljendur hlutanna eru fagfjárfestasjóðirnir Norðurljós og AUÐUR I. Lykilstjórnendur Securitas verða áfram í hluthafahópi félagsins. „Það er mikilvægt fyrir Securitas að nýir hluthafar þekkja félagið vel og deila framtíðarsýn með stjórnendum félagsins,“ segir Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, í tilkynningu.