Nýlega rann út frestur til að sækja um tvö prestsembætti í Reykjavík, við Háteigskirkju og Laugarneskirkju. alls bárust 26 umsóknir um embættin tvö. Nítján umsækjendur voru um embætti prests í Háteigskirkju. Embættið veitist frá 1. september...

Nýlega rann út frestur til að sækja um tvö prestsembætti í Reykjavík, við Háteigskirkju og Laugarneskirkju. alls bárust 26 umsóknir um embættin tvö.

Nítján umsækjendur voru um embætti prests í Háteigskirkju. Embættið veitist frá 1. september næstkomandi.

Umsækjendur eru: Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, séra Arndís G. Bernharðsdóttir Linn, Davíð Þór Jónsson cand. theol, séra Eiríkur Jóhannsson, Elvar Ingimundarson mag. theol, Fritz Már Berndsen Jörgensson mag.theol, Grétar Halldór Gunnarsson cand.theol, Guðrún Áslaug Einarsdóttir cand. theol, séra Gunnar Jóhannesson, séra Halldór Reynisson, séra Hannes Björnsson, séra Jón Ómar Gunnarsson, séra Jón Ragnarsson, séra Karl V. Matthíasson, séra Leifur Ragnar Jónsson, séra María Ágústsdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson cand. theol, séra Sigurður Grétar Helgason og séra Skírnir Garðarsson.

Sjö umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Laugarnesprestakalli. Embættið veitist frá 1. september 2014.

Umsækjendur eru: Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir, séra Bryndís Malla Elídóttir, Fritz Már Berndsen Jörgensson mag.theol, séra Gunnar Jóhannesson, séra Kristín Þórunn Tómasdóttir, séra Sigurvin Lárus Jónsson og séra Svanhildur Blöndal.

Biskup Íslands skipar í embættin tvö að fenginni umsögn valnefnda.

sisi@mbl.is