Í lok árs 2013 voru konur 25,1% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var til samanburðar 21,9% árið 1999 og 22,9% árið 2008.
Í lok árs 2013 voru konur 25,1% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var til samanburðar 21,9% árið 1999 og 22,9% árið 2008. Konum hefur einkum fjölgað í stjórnum stærri fyrirtækja undanfarin ár, en árið 2013 voru konur ríflega 30% stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 starfsmenn eða fleiri. Til samanburðar var hlutfallið 15% árið 2008. Skýringu á þessum miklu breytingum má rekja til nýrra laga um kynjahlutfall í stjórnum fyrirtækja.