Leiðsögn Stærstur hluti þeirra sem útkrifuðust sem leiðsögumenn nyrðra.
Leiðsögn Stærstur hluti þeirra sem útkrifuðust sem leiðsögumenn nyrðra.
Símenntun Háskólans á Akureyri útskrifaði nýverið 30 nemendur úr leiðsögunámi. Þetta er í fyrsta skipti sem útskrifað er úr slíku námi utan höfuðborgarsvæðisins.

Símenntun Háskólans á Akureyri útskrifaði nýverið 30 nemendur úr leiðsögunámi. Þetta er í fyrsta skipti sem útskrifað er úr slíku námi utan höfuðborgarsvæðisins. Útskrifaðir nemendur geta fengið aðild að Félagi leiðsögumanna og var námið byggt á námskrá fyrir leiðsögunám í samstarfi við Leiðsöguskólann og Samtök ferðaþjónustunnar. Námið stóð í tvær annir.

Námið er víðfeðmt og fjölbreytt, segir í tilkynningu, „en því er ætlað að vera hagnýtt og taka mið af ólíkum þörfum ferðaþjónustunnar í takt við breytilegt ferðamynstur ferðamanna. Nemendur eru fræddir um leiðsögutækni, helstu ferða-mannastaði, íslenskt samfélag, jarðfræði landsins, sögu og menningu, gróður og náttúruvernd, atvinnuvegi, bókmenntir og listir auk þjálfunar í erlendu kjörmáli svo nokkuð sé nefnt. Flestir völdu ensku en einnig voru þýska, franska og norska valin sem kjörmál. Kennt var síðdegis eftir hefðbundinn vinnudag og farnar vettvangsferðir um helgar með SBA- Norðurleið.“

Skortur hefur verið á menntuðum leiðsögumönnum í takt við mikla fjölgun ferðamanna á síðustu árum.