Talning Það verður handagangur í öskjunni á morgun.
Talning Það verður handagangur í öskjunni á morgun.
Á morgun fer fram árlegt uppboð á reiðhjólum í húsnæði Vöku hf., Skútuvogi 8, Reykjavík, að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni verða boðin upp um 120 reiðhjól.

Á morgun fer fram árlegt uppboð á reiðhjólum í húsnæði Vöku hf., Skútuvogi 8, Reykjavík, að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni verða boðin upp um 120 reiðhjól.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi lögreglunnar, segir að uppboðið eigi sér áratuga sögu. Áður fyrr hafi uppboðin verið í porti lögreglunnar við Hafnarstræti, síðar á Fríkirkjuvegi 11, þegar Sakadómur Reykjavíkur hafi verið þar til húsa, lengst af á ýmsum stöðum í Borgartúni og undanfarin ár í húsnæði Vöku. Á liðnu ári fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu um 530 tilkynningar um stolin reiðhjól. Gunnar segir að á uppboðinu séu hjól, sem hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu og ekki komist í hendur réttra eigenda aftur. Þess séu líka dæmi að hjól hafi verið skilin eftir fyrir utan húsnæði lögreglunnar við Hverfisgötu og þau fari einnig í geymsluna og á uppboðið, komist þau ekki til skila. Ekkert grunnverð er sett á hjólin. Reiðhjólageymsla lögreglunnar í Borgartúni 7b er opin á þriðjudögum klukkan 10-12. Þar má tilkynna um stolin reiðhjól finnist þau ekki í geymslunni. Uppboðið hefst klukkan 11 og verður byrjað á því að bjóða upp barnakerrur, barnavagna, hlaupahjól og síðan barnahjól og svo stærri hjól. Greiða verður með debetkorti eða peningum við hamarshögg. steinthor@mbl.is