Lee Joon-seok bjargað frá borði.
Lee Joon-seok bjargað frá borði.
Skipstjórinn Lee Joon-seok og þrír áhafnarmeðlimir ferjunnar sem sökk undan ströndum Suður-Kóreu í apríl sl. voru í gær ákærðir fyrir manndráp.

Skipstjórinn Lee Joon-seok og þrír áhafnarmeðlimir ferjunnar sem sökk undan ströndum Suður-Kóreu í apríl sl. voru í gær ákærðir fyrir manndráp. Að minnsta kosti 284 létust þegar ferjan fór á hliðina og sökk og eiga ákærðu yfir höfði sér dauðarefsingu ef þeir verða fundnir sekir.

Ákærðu eru m.a. sakaðir um vítaverða vanrækslu, þar sem þeir aðhöfðust ekkert þrátt fyrir að hafa fengið leiðbeiningar um að aðstoða farþega við að komast frá borði og yfirgáfu skipið í einum af fyrstu björgunarbátunum sem komið var á flot.

Ellefu aðrir áhafnarmeðlimir hafa verið ákærðir fyrir minni brot, þ.ám. fyrir að hafa yfirgefið skipið, en 20 er enn saknað.