Bláskjár Arndís Hreiðarsdóttir útskrifast úr Listaháskólanum í vor.
Bláskjár Arndís Hreiðarsdóttir útskrifast úr Listaháskólanum í vor.
Arndís Hreiðarsdóttir heldur útskriftartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudag, og hefjast þeir klukkan 21. Arndís mun útskrifast með MMus-gráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá Listaháskóla Íslands nú í vor.

Arndís Hreiðarsdóttir heldur útskriftartónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld, föstudag, og hefjast þeir klukkan 21. Arndís mun útskrifast með MMus-gráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi frá Listaháskóla Íslands nú í vor.

Tónleikarnir bera heitið „Bláskjár – út úr hellinum, inn í heildina“ en Bláskjár er hliðarsjálf og sólóverkefni Arndísar. Á tónleikunum hyggst hún flytja og kynna efni af væntanlegri plötu sinni, sem kemur út í sumar. Tónlistina segir hún flokkast undir ljóðræna alþýðutónlist, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur með ríkum og einlægum boðskap.