Mótmælendur hafa beint kröfum sínum til Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, sem sækist eftir endurkjöri í kosningum í október. „Dilma, hvar er húsið okkar?“ kölluðu mótmælendur úr röðum Hreyfingar heimilislausra verkamanna í Sao Paulo í gær.
Mótmælendur hafa beint kröfum sínum til Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, sem sækist eftir endurkjöri í kosningum í október.
„Dilma, hvar er húsið okkar?“ kölluðu mótmælendur úr röðum Hreyfingar heimilislausra verkamanna í Sao Paulo í gær.
Fyrir nokkrum árum var mikill uppgangur í Brasilíu og landið fyrirmynd svokallaðra nýmarkaðslanda. Nú hefur dregið úr hagvextinum og stöðnun blasir við. Millistéttin stækkaði á tímum velmegunarinnar, en nú býr hún við aukna skattbyrði á meðan grunnþjónusta situr á hakanum í spilltu stjórnkerfi.