Gjöfin afhent Olemic Thommessen, forseti Stórþingsins, og Einar K.
Gjöfin afhent Olemic Thommessen, forseti Stórþingsins, og Einar K.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í gær viðstaddur hátíðarfund í norska Stórþinginu í tilefni 200 ára afmælis þingsins og stjórnarskrár Noregs, sem samþykkt var á Eiðsvöllum 17. maí 1814.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, var í gær viðstaddur hátíðarfund í norska Stórþinginu í tilefni 200 ára afmælis þingsins og stjórnarskrár Noregs, sem samþykkt var á Eiðsvöllum 17. maí 1814. Einar var viðstaddur fundinn í boði Olemics Thommessens, forseta norska Stórþingsins, og afhenti Einar gjöf frá Alþingi Íslendinga til norska Stórþingsins í tilefni tímamótanna. Gjöfin er endurgerður handritshluti Konungsbókar Grágásar á kálfskinni sem varðveitir fyrsta samning Íslendinga við erlent ríkisvald; samninginn við Ólaf konung helga Haraldsson um gagnkvæm réttindi Íslendinga og Norðmanna í löndunum tveimur. Endurgerð handritsins var í umsjón sérfræðinga, m.a frá Árnastofnun, skv. upplýsingum Alþingis. Allir þingforsetar Norðurlanda voru viðstaddir.