Sævar Pétursson
Sævar Pétursson
Sævar Pétursson, rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar Suðurnesja, segir söluna tekna að glæðast. Hann hefur selt fasteignir á svæðinu í 15 ár og greinir sömu þróun á markaðnum og árið 2007.

Sævar Pétursson, rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri Eignamiðlunar Suðurnesja, segir söluna tekna að glæðast.

Hann hefur selt fasteignir á svæðinu í 15 ár og greinir sömu þróun á markaðnum og árið 2007.

„Það var mjög rólegt á markaðnum fyrir þann tíma, en upp úr 2007 byrjaði hann að lifna við. Þetta er það sama og er að gerast nú á Suðurnesjum. Íbúðaverð fór þá mikið upp í Reykjavík og það varð of dýrt að búa þar fyrir marga. Það hjálpaði dálítið að bensínið var þá ódýrara. Fólki fannst ekkert mál að aka þessa vegalengd, nú er fólk farið að aka á sparneytnari bílum og bensínið er ekki lengur jafnstór liður í rekstri heimilanna og var eftir hrun,“ segir Sævar um þróunina.

Hann segir fólk úr öllum stéttum leita að húsnæði suður með sjó, þar með talið eldra fólk ásamt fjölskyldum og einstaklingum sem eru að leita eftir „skynsömum kaupum“.

„Suðurnesin eru í um 20 mínútna akstursvegalengd frá höfuðborgarsvæðinu og hafa upp á alla grunnþjónustu að bjóða og myndi ég telja hana nánari og persónulegri en í stóru samfélagi. Verðið hjá okkur er lágt og það á þátt í að fólk ákveður að flytjast hingað. Við erum að fá fólk af höfuðborgarsvæðinu sem er að stækka við sig. Það hefur selt sínar eignir og vill losa sig út úr skuldum.

Dæmi er ungt par sem seldi þriggja herberbergja íbúð í Reykjavík. Það þurfti eitt herbergi í viðbót en átti ekki möguleika á að kaupa fjögurra herbergja íbúð í Reykjavík. Þau gátu fengið góða eign í Reykjanesbæ sem hentaði þeim á sama verði og íbúðin sem þau seldu.“

Fermetraverðið „mjög lágt“

Að sögn Sævars er fermetraverð á Suðurnesjum enn „mjög lágt“.

„Í því liggja mikil tækifæri því verðið á eftir að hækka hér þegar eftirspurnin eykst. Meðaltalið er frá 160 til 170 þús. kr. en hærra ef húsnæðið er nýtt. Þá nálgast meðalverðið 180-190 þús kr. Það fer aldrei yfir það, nema þegar um er að ræða nýbyggingu. Leiguverð er líka lágt á Suðurnesjum, að jafnaði um þúsund krónur á fermetra.“

baldura@mbl.is