Bjarki Bóasson
Bjarki Bóasson
Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson fóru í morgun til Skotlands þar sem þeir dæma í úrslitakeppninni um skoska meistaratitilinn í handknattleik karla um helgina.

Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson fóru í morgun til Skotlands þar sem þeir dæma í úrslitakeppninni um skoska meistaratitilinn í handknattleik karla um helgina. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði Gunnar Óli í gær í samtali við Morgunblaðið þar sem hann var önnum kafinn við að pakka ofan í töskur.

„Við dæmum annan undanúrslitaleikinn á laugardaginn og úrslitaleikinn á sunnudag,“ sagði Gunnar Óli ennfremur en hann og Bjarki hafa dæmt saman um nokkurt skeið og þykja efnilegir.

Tryst, Edinburgh HC, Glasgow og Dundee HC leika í undanúrslitum um skoska meistaratitilinn

Bjarki og Gunnar Óli dæmdu í Olísdeildum karla og kvenna í vetur og héldu m.a. uppi röð og reglu í öðrum úrslitaleik Vals og Stjörnunnar í kvennaflokki síðasta föstudag. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem þeir dæma á „framandi handboltaslóðum“ því fyrir ári dæmdu þeir kappleiki á Grænlandi. iben@mbl.is