Ljótt orðbragð og blót Mér finnst ljótt orðbragð og blót vera ansi algengt nú til dags en það gekk alveg yfir mig um daginn er ég horfði á Hraðfréttir.

Ljótt orðbragð og blót

Mér finnst ljótt orðbragð og blót vera ansi algengt nú til dags en það gekk alveg yfir mig um daginn er ég horfði á Hraðfréttir. Það var sýnt berrassað smábarn, drengur, og sagði annar þáttastjórnandinn að hann (drengurinn) væri rauður í rassgatinu, hefði verið að skíta o.fl. Mér finnst þetta ekki viðeigandi, eiginlega óskiljanlegt að þetta skuli viðgangast. Orðið drulla er vinsælt hjá mörgum ungum útvarpsmanninum, drulluspenntur, drullugott, drullusama o.fl. o.fl. Meira að segja heyrði ég unga móður lýsa því yfir að barnið hennar hefði verið með drullu (hún átti við niðurgang). Sennilega er ég að eldast og málið að breytast, við skulum segja það.

Gamall einstaklingur.