— AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti vígði í gær safn um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 en það stendur í grunni tvíburaturnanna í New York.
Barack Obama Bandaríkjaforseti vígði í gær safn um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 en það stendur í grunni tvíburaturnanna í New York. Á safningu er að finna tvær sýningar; In Memoriam, til minningar um fórnarlömb voðaverkanna, og Historica, þar sem gerð er grein fyrir atburðum dagsins og eftirmálum þeirra. Meðal safngripa eru tröppur sem stóðu á Vesey Street en um þær fór fjöldi fólks þennan örlagaríka dag, á flótta úr brennandi turnunum. Safnið verður opnað almenningi 21. maí nk.