Nýsköpun Svipmynd frá einum af tónleikum Ómkvarnarinnar í Hörpu í fyrra.
Nýsköpun Svipmynd frá einum af tónleikum Ómkvarnarinnar í Hörpu í fyrra.
Ómkvörnin, tónlistarhátíð tónsmíðanema við Listaháskóla Íslands, verður haldin í Hörpu í dag, föstudag, og á morgun. Í Ómkvörninni eru tónverk nemenda frumflutt, tónlist sem vitnar um fjölbreytilega flóruna í hópi ungra íslenskra tónskálda.

Ómkvörnin, tónlistarhátíð tónsmíðanema við Listaháskóla Íslands, verður haldin í Hörpu í dag, föstudag, og á morgun. Í Ómkvörninni eru tónverk nemenda frumflutt, tónlist sem vitnar um fjölbreytilega flóruna í hópi ungra íslenskra tónskálda. Tónleikarnir fara fram í Kaldalóni, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskráin hefst klukkan 17 í dag með tónleikum er kallast „Söngur og samhljóman“ og verða þá flutt sex verk. Klukkan 21 hefjast tónleikarnir „Rásir og rafstraumur“, með sjö verkum. Á morgun, laugardag, eru einnig tvennir tónleikar. Klukkan 13 er það „Hrosshár og hörpuslög“, með verkum sjö höfunda, og klukkan 14.30 hefjast lokatónleikarnir, „Logar og lúðraþytur“ með verkum eftir níu tónskáld.