Guðmundur Steingrímsson
Guðmundur Steingrímsson
Málflutningur Guðmundar Steingrímssonar er ágætt dæmi um hvernig samfylkingarmenn allra flokka tala um Evrópusambandsmál. Í viðtali við mbl.

Málflutningur Guðmundar Steingrímssonar er ágætt dæmi um hvernig samfylkingarmenn allra flokka tala um Evrópusambandsmál. Í viðtali við mbl.is sagðist hann vonast til að stjórnarmeirihlutinn hefði lært það af ESB-málinu að það verði „að tala betur saman“ og að það sé „ekkert hægt að hleypa þingstörfum svona upp“.

Þá sagði hann að það sé „alveg sáttafarvegur“ í ESB-málinu og að þar sem þetta sé deilumál þá verði það að fara í sáttafarveginn.

Vandinn er þó sá að „sáttin“ sem samfylkingarmennirnir bjóða er engin sátt heldur krafa um að aðrir sætti sig við að samfylkingarsjónarmiðin ráði þó að þau hafi orðið undir í síðustu þingkosningum.

Þetta er svo sem ekki nýtt því að sama krafa var uppi eftir kosningarnar 2009. Þá urðu samfylkingarsjónarmiðin um ESB-aðild líka undir en þeir sem urðu ofan á voru knúnir inn á sáttafarveginn til Brussel og eru þar enn.

Þá var aðild barin í gegnum þingið undirbúnings- og umræðulaust og þá töluðu samfylkingarmenn ekki um að ríkisstjórnin yrði að bæta samtalstæknina eða hleypa þingstörfum ekki upp.

Nú er búið að ræða málið í þaula og skrifa skýrslur en þá er talað um skort á umræðum og upphlaup.

Og þeir stjórnarliðar eru til sem telja ástæðu til að láta svona rökleysu ráða ferðinni.