Vígreifir Kennarar afhentu borgaryfirvöldum ályktun að loknum baráttufundinum á Ingólfstorgi.
Vígreifir Kennarar afhentu borgaryfirvöldum ályktun að loknum baráttufundinum á Ingólfstorgi. — Morgunblaðið/Þórður
Um tvö þúsund grunnskólakennarar komu saman til baráttufundar á Ingólfstorgi en þeir lögðu niður vinnu í gær. Fundurinn samþykkti meðal annars ályktun til stuðnings stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara í viðræðum við sveitarfélögin.

Um tvö þúsund grunnskólakennarar komu saman til baráttufundar á Ingólfstorgi en þeir lögðu niður vinnu í gær. Fundurinn samþykkti meðal annars ályktun til stuðnings stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara í viðræðum við sveitarfélögin.

Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna sátu við í um fjórtán tíma til klukkan sex í gærmorgun. Aftur var fundað kl. 15 í gær og stóðu viðræður til kl. 19. Funda átti áfram kl. 9 nú í morgun.

„Þetta er stórt púsluspil, þetta þarf allt að ganga upp og við erum að vinna í því,“ segir Ólafur um stöðu viðræðnanna.

Næsta boðaða vinnustöðvun kennara er á miðvikudag í næstu viku og segir Ólafur að héðan af sé mesta pressan að ná samningum fyrir þann tíma.

„Þetta er eins og með önnur púsl að þegar maður finnur rétta púslið þá gengur þetta hraðar upp en við erum ekki alveg komin þangað ennþá,“ segir hann.

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, segir viðræðurnar þokast í áttina. Samningsaðilar reyni sitt besta til þess að ná samningum fyrir næstu vinnustöðvun kennara.

„Við eigum ennþá eftir að ræða launaliðinn til enda þannig að það verður að koma í ljós. Það ber talsvert í milli um hann. Það er á viðræðuplaninu og við erum bara að vinna áfram,“ segir hún.