Fjórir umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. ágúst 2014. Umsækjendur eru: Arnaldur Máni Finnsson, cand. theol.

Fjórir umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Skagastrandarprestakalli, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. ágúst 2014.

Umsækjendur eru: Arnaldur Máni Finnsson, cand. theol., séra Bryndís Valbjarnardóttir, Elvar Ingimundarson mag. theol. og Ólöf Margrét Snorradóttir cand. theol.

Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi.