Hreppamaður „Erum búin að baka og vonum að sem flestir líti inn,“ segir Bjarni Valur sem finnst sín hálfa öld hafa verið góður tími.
Hreppamaður „Erum búin að baka og vonum að sem flestir líti inn,“ segir Bjarni Valur sem finnst sín hálfa öld hafa verið góður tími. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þessi hálfa öld hefur að mestu leyti verið góður tími, þótt auðvitað hafi skipst á skin og skúrir hjá mér eins og öðrum. Konan mín nefndi annars um daginn að í allri okkar búskapartíð hefði ég aldrei beinbrotnað eða verið settur í gifst.

Þessi hálfa öld hefur að mestu leyti verið góður tími, þótt auðvitað hafi skipst á skin og skúrir hjá mér eins og öðrum. Konan mín nefndi annars um daginn að í allri okkar búskapartíð hefði ég aldrei beinbrotnað eða verið settur í gifst. En ég er hjátrúarfullur og kannski á ég ekki að nefna þetta,“ segir Bjarni Valur Guðmundsson, bóndi í Skipholti í Hrunamannahreppi, sem er fimmtugur í dag.

Bjarni var aðeins nítján ára þegar hann hóf búskap í Skipholti. „Þetta kom nánast af sjálfu sér að ég fór í búskap, áhuginn var á því sviði,“ segir Bjarni sem er býr með bæði kýr og kindur. Stendur sauðburður nú sem hæst og því í mörg horn að líta.

„Áhugamálin eru fjölmörg, en tengjast sveitinni. Við erum nokkur vinahjón sem förum alltaf saman í hestaferðir á sumrin og í fyrra til dæmis vorum við austur í Landsveit og gerðum þaðan út í dagsferðir um Hekluslóðir. Svo finnst mér afar gaman að skreppa eitthvað inn á hálendið og hef í alls 45 skipti farið á fjall á haustin. Fer þá alltaf í síðari leitir sem er leiðangur inn á reginfjöll og umhverfis Kerlingarfjöll,“ segir Bjarni Valur sem væntir góðra gesta í heimsókn á afmælisdeginum.

„Við verðum heima allan daginn, erum búin að baka og vonum að sem flestir vinir og ættingjar líti inn,“ segir Bjarni sem er kvæntur Gyðu Björk Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn. sbs@mbl.is