— Morgunblaðið/Eggert
ÍBV varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Haukum í magnþrungnum úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði, 29:28.

ÍBV varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Haukum í magnþrungnum úrslitaleik á Ásvöllum í Hafnarfirði, 29:28. Haukar voru fjórum mörkum yfir um skeið í seinni hálfleiknum en Eyjamenn sneru því við af mikilli seiglu og Agnar Smári Jónsson, sem skoraði 13 mörk í leiknum, gerði sigurmarkið þegar tæplega hálf mínúta var eftir. ÍBV vann þar með einvígi liðanna, 3:2. Stemningin á Ásvöllum var ólýsanleg og mikill fjöldi Eyjamanna fagnaði sigrinum í leikslok.

4 og Íþróttir