Undanfarin ár hefur Veiðimálastofnun rannsakað göngur laxaseiða til sjávar í nokkrum ám hér á landi, m.a. í Kálfá sem er þverá Þjórsár. Gönguseiðagildra til veiða á seiðum var að þessu sinni sett niður þann 7. maí sl.

Undanfarin ár hefur Veiðimálastofnun rannsakað göngur laxaseiða til sjávar í nokkrum ám hér á landi, m.a. í Kálfá sem er þverá Þjórsár. Gönguseiðagildra til veiða á seiðum var að þessu sinni sett niður þann 7. maí sl. Laxagönguseiði komu strax fyrsta sólarhringinn, sem er óvenjusnemmt. Hlýindi í vor eru líklega skýringin, en í fyrra var vorið mun kaldara og hófst gangan þá ekki fyrr en 18. maí.

Rannsóknirnar eru liður í mati á stofnstærð laxa á vatnasvæði Þjórsár sem unnin er í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir í Neðri-Þjórsá og kostaðar eru af Landsvirkjun. Þær hófust árið 2012 og fyrstu merktu seiðin skiluðu sér í fyrra. Þá komu 7,9% seiðanna til baka úr sjó, að því að greint er frá á veidimal.is.