16. maí 1975 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði Lúxemborg, 73:67, í síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í Vestur-Þýskalandi en hafði áður tapað fyrir Póllandi, Svíþjóð, Grikklandi og Albaníu.

16. maí 1975

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigraði Lúxemborg, 73:67, í síðasta leik sínum í Evrópukeppninni í Vestur-Þýskalandi en hafði áður tapað fyrir Póllandi, Svíþjóð, Grikklandi og Albaníu. Kristinn Jörundsson skorar 23 stig fyrir íslenska liðið, Agnar Friðriksson 14 og Bjarni Gunnar Sveinsson 13.

16. maí 1992

Eyjólfur Sverrisson er þýskur meistari í knattspyrnu með Stuttgart sem vinnur Leverkusen 2:1 á útivelli í gífurlega spennandi lokaumferð og hreppir titilinn á betri markatölu en Dortmund. Hann lék 31 af 34 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu.

16. maí 2009

Eiður Smári Guðjohnsen er spænskur meistari í knattspyrnu með Barcelona. Hann lék 24 af 38 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og hefur með þessu orðið meistari í tveimur af sterkustu deildum heims, á Englandi og Spáni.