— Morgunblaðið/Eggert
16. maí 1901 Tuttugu og sjö manns, 19 karlar og 8 konur, drukknuðu þegar áttæringur, sem var á leið undan Eyjafjöllum til Vestmannaeyja, fórst skammt austur af Heimaey. Einum var bjargað af kili. 16.

16. maí 1901

Tuttugu og sjö manns, 19 karlar og 8 konur, drukknuðu þegar áttæringur, sem var á leið undan Eyjafjöllum til Vestmannaeyja, fórst skammt austur af Heimaey. Einum var bjargað af kili.

16. maí 1952

Bandarísk flugvél fórst í norðanverðum Eyjafjallajökli og með henni fimm menn. Eitt lík fannst strax eftir slysið, annað árið 1964 og þrjú í ágúst 1966.

16. maí 1966

Karnabær var opnaður í Reykjavík. Vörurnar komu beint frá Carnaby-stræti í London. Verslunin hafði mikil áhrif á tísku unga fólksins.

16. maí 1983

Vikublaðið Andrés Önd og félagar kom út á íslensku í fyrsta sinn, en áður höfðu margir lesið það á dönsku.

16. maí 2009

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir varð í öðru sæti í Evrópusöngvakeppninni með lagið Is it true? „Yndislegur dýrðardagur,“ sagði Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Fréttablaðið.

Við heimkomu var henni fagnað á Austurvelli „eins og þjóðhetju“.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson