Hetja Kári Viðarsson í hlutverki.
Hetja Kári Viðarsson í hlutverki. — Frystiklefinn
Það er vel við hæfi að hvetja fólk til að bregða sér í Frystiklefann þegar sól fer hækkandi á lofti. Frystiklefinn er menningarlegur staður í 167 manna bæjarkjarna, nánar til tekið á Rifi í Snæfellsbæ.

Það er vel við hæfi að hvetja fólk til að bregða sér í Frystiklefann þegar sól fer hækkandi á lofti. Frystiklefinn er menningarlegur staður í 167 manna bæjarkjarna, nánar til tekið á Rifi í Snæfellsbæ. Hann er allt í senn leikhús, leiksmiðja og menningarmiðstöð en leikarinn Kári Viðarsson heldur utan um starfsemi Frystiklefans. Sýningin Hetja fer afur á fjalirnar í dag eftir nokkurra ára hlé en sýningin hefur fengið góða dóma og lof gagnrýnenda. Hún var frumsýnd í Frystiklefanum sumarið 2010 en verður líka sýnd í sumar. Hetja byggist á Bárðarsögu Snæfellsáss og er höfundur þessa gamanleiks Kári Viðarsson sem einnig leikur öll hlutverkin en nýtur einnig hjálpar hundsins Zólu. Leikstjórn er í höndum Víkings Kristjánssonar.

Það mæðir töluvert á Kára í verkinu þar sem hann notar allar leiðir sem hann kann til að komast hjá því að leika hefðbundinn sögumann í verkinu. Fyrir vikið bregður hann sér í fleiri tugi hlutverka og sjón er sögu ríkari. Sýningar dagsins verða fluttar á ensku klukkan 12 og 17.

Upplýsingar og miða má nálgast á síðunni www.frystiklefinn.is.