Hátíð Flugið er spennandi og dagskrá sunnudagsins áhugaverð.
Hátíð Flugið er spennandi og dagskrá sunnudagsins áhugaverð. — Morgunblaðið/Kristinn
Á sunnudag, 18. maí, frá kl. 14 til 17 er tekið á móti gestum í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Aðgengi á svæðið er frá bílastæði við Njarðargötu og í húsi Félags íslenskra einkaflugmanna við fraktafgreiðslu Flugfélags Íslands.

Á sunnudag, 18. maí, frá kl. 14 til 17 er tekið á móti gestum í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Aðgengi á svæðið er frá bílastæði við Njarðargötu og í húsi Félags íslenskra einkaflugmanna við fraktafgreiðslu Flugfélags Íslands.

Svæðið er innan girðingar Reykjavíkurflugvallar og því má ætla að mörgum þyki áhugavert að kynna sér starfsemi á luktu svæði.

Í Fluggörðum eru byggingar sem eru samanlagt um 8.000 fermetrar. Þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar.

Þarna hafa líka aðstöðu ýmis félög, fyrirtæki, flugskólar, verkstæði og fleira.

„Í Fluggörðum er grasrót flugsins. Þar verða til flugmenn, bæði þeir sem með tímanum verða atvinnuflugmenn og halda uppi samgöngum eyþjóðar við umheiminn sem og innanlands, eins og þeir sem hafa flugið sem tómstundagaman,“ segir í tilkynningu. sbs@mbl.is