Afstaða alþjóðlegra stofnana og dómstóla gagnvart vernd heimildarmanna er skýr og er hún sett í beint samhengi við ákvæði mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um frelsi fjölmiðla.

Afstaða alþjóðlegra stofnana og dómstóla gagnvart vernd heimildarmanna er skýr og er hún sett í beint samhengi við ákvæði mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um frelsi fjölmiðla.

Í rannsókn á leka gagna í máli hælisleitanda hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu farið fram á að mbl.is gefi upp heimildir sínar.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í fjölda slíkra mála. Í einum dómi segir að vernd heimilda í blaðamennsku sé „eitt af grundvallarskilyrðum frelsis fjölmiðla“.

Í leiðbeiningum Evrópuráðsins um það hvenær rétturinn til að vernda heimildarmenn eigi að víkja segir að mannslíf þurfi að vera í húfi, koma megi í veg fyrir alvarlegt afbrot eða málið varði málsvörn manns, sem sakaður sé um alvarlegt afbrot. kbl@mbl.is 42