Gæðastund Það eflir sjálfstraust barna að fá að taka þátt í eldamennskunni. Hafdís kennir Kristni, Jóhönnu og Þóreyju að elda bráðhollan mat.
Gæðastund Það eflir sjálfstraust barna að fá að taka þátt í eldamennskunni. Hafdís kennir Kristni, Jóhönnu og Þóreyju að elda bráðhollan mat. — Morgunblaðið/Árni Torfason
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Flestir ættu að kannast við breska ofurkokkinn skemmtilega, Jamie Oliver, sem hélt úti fjörlegum matreiðsluþáttum sem sýndir hafa verið hér á landi. Jamie stendur nú fyrir alþjóðlegu átaki sem gengur út á að vekja áhuga barna á mat.

Flestir ættu að kannast við breska ofurkokkinn skemmtilega, Jamie Oliver, sem hélt úti fjörlegum matreiðsluþáttum sem sýndir hafa verið hér á landi. Jamie stendur nú fyrir alþjóðlegu átaki sem gengur út á að vekja áhuga barna á mat. Yfirskrift átaksins er matarbyltingardagurinn 16. maí, sem er jú einmitt í dag. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hvetur alla hér á landi sem vettlingi geta valdið að taka þátt í honum, hvort sem það eru foreldrar, systkini, afar, ömmur, frænkur eða frændur, og elda með börnum í dag eða um helgina. Tilvalið er að kenna börnum að elda mat frá grunni, til að sýna þeim hversu bragðgóður slíkur matur er og hollur. Einnig er nauðsynlegt sem og bráskemmtilegt að kenna komandi kynslóðum að bæði kaupa inn og matreiða úr hollu hráefni og tileinka sér þannig heilbrigðan lífsstíl. Það er á okkar ábyrgð, þeirra fullorðnu, að ala börnin okkar upp við að vera það sem Jamie kallar á ensku „food smart“ og hefur á íslensku verið snarað sem „fæðutöff“. Nú er aldeilis lag til að elda saman svo unga fólkið okkar verið fæðutöff. Þeir sem smella ljósmynd af sér og börnum við eldamennskuna geta tekið þátt í ljósmyndahluta verkefnisins hér á landi og sent myndina á netfangið postur@vel.is. (Þeir sem vilja geta sett #fæðutöff.) Myndirnar verða síðan birtar á vef ráðuneytisins í lok maí.

Nánar má lesa um átak Jamie Olivers um matarbyltingardaginn á vefsíðunni foodrevolutionday.com.