[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
R úrik Gíslason skoraði fyrir FC Köbenhavn gegn AaB í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Það dugði þó skammt því AaB vann leikinn, 4:2, á Parken, frammi fyrir 27 þúsund áhorfendum, og er þar með tvöfaldur meistari í Danmörku í ár.

R úrik Gíslason skoraði fyrir FC Köbenhavn gegn AaB í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Það dugði þó skammt því AaB vann leikinn, 4:2, á Parken, frammi fyrir 27 þúsund áhorfendum, og er þar með tvöfaldur meistari í Danmörku í ár. Þetta er þar með í fyrsta sinn í sex ár sem FCK vinnur ekki annaðhvort deildina eða bikarinn en AaB tryggði sér meistaratitilinn um síðustu helgi.

Danski framherjinn Patrick Pedersen er kominn aftur til Valsmanna en hann skoraði fimm mörk í níu leikjum fyrir þá í úrvalsdeildinni seinni part síðasta sumars. Hann fékk sig lausan frá danska B-deildarliðinu Vendsyssel en þar lék Pedersen sex deildarleiki eftir áramótin og skoraði eitt mark. Gengið var frá skiptunum í gær, á lokadegi félagaskipta í fótboltanum hérlendis.

Víkingar í Reykjavík fengu til sín skoskan framherja, Mark Taylor , frá utandeildaliðinu Lanark United. Til stóð að þeir fengju líka Englendinginn Michael Abnett , sem lék með BÍ/Bolungarvík í fyrra, en ekki var ljóst með leikheimild hans í gærkvöld.

C arles Puyol, fyrirliði Barcelona, táraðist á blaðamannafundi hjá Börsungum í gær þegar hann greindi frá því að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Puyol, sem hefur leikið 593 leiki með liðinu á 15 ára ferli, skýrði frá því í mars að hann ætlaði að leggja skóna eftir tímabilið. Barcelona mætir Atlético Madrid í hreinum úrslitaleik í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar á morgun. „ Ég mun ekki spila. Ég er búinn að ræða við þjálfarann. Við erum að berjast um titilinn og þeir sem eru 100% spila. Ég verð ekki einu sinni á bekknum ,“ sagði Puyol í gær.

Danski knattspyrnuþjálfarinn Kasper Hjulmand , sem Ólafur Helgi Kristjánsson , þjálfari Breiðabliks, leysir af hólmi sem þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland í sumar, var í gær ráðinn þjálfari þýska liðsins Mainz. Hann tekur við liðinu í sumar og gildir samningur hans til þriggja ára. Hjulmand er 42 ára gamall og hefur gert það gott með Nordsjælland en undir hans stjórn varð liðið danskur meistari árið 2012 og tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar það sama ár.