Í Reykjadal Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu fjárstyrkinn.
Í Reykjadal Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu fjárstyrkinn.
Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu í vikunni sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð 1,5 milljónir króna til styrktar starfseminni. Peningarnir eru afrakstur sölu jólafrímerkis félagsins en það var selt í hundraðasta sinn fyrir síðustu jól.

Félagar úr Thorvaldsensfélaginu afhentu í vikunni sumarbúðunum í Reykjadal peningagjöf að upphæð 1,5 milljónir króna til styrktar starfseminni. Peningarnir eru afrakstur sölu jólafrímerkis félagsins en það var selt í hundraðasta sinn fyrir síðustu jól.

Sumarstarf Reykjadals, sem rekinn er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, hófst í sl. viku og mun standa fram í ágúst. Árlega dvelja þar um 250 börn og ungmenni sem geta ekki vegna fötlunar sinnar sótt aðrar sumarbúðir.

Fram kemur í tilkynningu að Thorvaldsensfélagið hafi gefið út jólamerki fyrir hver jól frá árinu 1913. Merkin eru myndskreytt af mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar en ágóðann hefur félagið gefið til góðgerðarmála í þágu barna.